Í vetur hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum í Gufunesbæ fyrir skólabörn í vettvangsferðum. Í desember var boðið upp á jólaheimsókn og nú í febrúar og mars er börnum í leikskólum, yngri bekkjum grunnskóla og frístundaheimilum boðið að koma í skemmtilega vetrarheimsókn.
Hægt er að velja á milli þriggja kosta í dagskrá og ferðum:
Álfar og huldufólk
Börnin fara í stutta gönguferð og heimsækja huldufólksbyggðina í Gufunesi. Byggðin er í skemmtilegu stórgrýtisholti syðst á útivistarsvæðinu.
Börnin fara í stutta gönguferð og heimsækja huldufólksbyggðina í Gufunesi. Byggðin er í skemmtilegu stórgrýtisholti syðst á útivistarsvæðinu.
Vetrarstígurinn í Gufunesbæ
Börnin fara eftir merktri gönguleið sem hlykkjast um útivistarsvæðið. Á leiðinni eru fjögur skemmtileg verkefni sem tengjast skammdeginu. Verkefnin fjalla til dæmis um Þorrann, að gera listaverk úr umhverfinu og hluta á stutta skammdegissögu.
Börnin fara eftir merktri gönguleið sem hlykkjast um útivistarsvæðið. Á leiðinni eru fjögur skemmtileg verkefni sem tengjast skammdeginu. Verkefnin fjalla til dæmis um Þorrann, að gera listaverk úr umhverfinu og hluta á stutta skammdegissögu.
Ísgerð
Góð aðstaða er í stóra Grillskýlinu til að búa til ís. Ísinn er gerður með því að blanda saman rjóma, mjólk, sykri og bragðefni. Sett í sterkan plastpoka sem látinn er kólna með ísmolum og salti. Allir fá að smakka ísinn sinn að lokum.
Góð aðstaða er í stóra Grillskýlinu til að búa til ís. Ísinn er gerður með því að blanda saman rjóma, mjólk, sykri og bragðefni. Sett í sterkan plastpoka sem látinn er kólna með ísmolum og salti. Allir fá að smakka ísinn sinn að lokum.
Dagskráin er ókeypis, en hóparnir verða að panta tíma og koma sér sjálfir í Gufunesbæ og börnin þurfa að vera vel klædd til útivistarinnar.