Skautafélag Reykjavíkur listhlaupadeild stendur fyrir skauta og leikjanámskeiði í júlí í Skautahöllinni í Egilshöll fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Hvert námskeið er frá kl. 9-12 fyrir hádegi eða kl.
13-16 eftir hádegi. Á námskeiðinu er börnunum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái kennslu við hæfi. Farið verður í leiki úti og inni eftir hvernig viðrar auk skautatíma á ísnum, hver vika verður með sérstakt þema sem skilar sér í þeim leikjum og æfingum sem börnin taka þátt í.
Sumarbúðir fyrir lengra komna eru í júlí og ágúst og eru búðirnar opnar fyrir alla skautarar sem æfa íþróttina. Það þarf því engin skautari að stirðna upp í sumar og missa niður stökkin sín, en sumarbúðirnar eru mikilvægar til að bæta við sig í íþróttinni og byrja byggja sig upp fyrir veturinn.
Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, hér um skauta og leikjanámskeiðið ( http://skautafelag.is/sumarbudir/sumar2016/
) og hér um sumarbúðirnar (http://skautafelag.is/sumarbudir/ )