Fjölnismenn taka á móti Skagamönnum í Pepsídeild karla í knattspyrnu í kvöld og hefst viðureign liðanna klukkan 19.15. Félögin hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi.
Að loknum fimm umferðum er Fjölnir í sjöunda sætinu með átta stig. Skagamenn eru í 10. sæti með fjögur stig. Það má sanni segja að Fjölnir hafi farið vel af stað í deildinni og sigur í kvöld myndi eflaust fikra liðinu enn ofar.
Góð aðsókn hefur verið á heimaleiki liðsins til þessa og er vonandi að Grafarvogsbúar fjölmenni á leikinn í kvöld og styðji liðið sitt til sigurs.