Pepsídeild karla í knattspyrnu hefst í dag og mæta Fjölnismenn í 1. umferð Valsmönnum að Hlíðarenda í flóðljósum klukkan 20 í kvöld. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Fjölnisliðinu fyrir þetta tímabil og hafa margir erlendir leikmenn gengið til liðs við Grafarvogsliðið.
Stuðningsmenn sem og Grafarvogsbúar eru hvattir til að fjölmenna að Hlíðarenda í kvöld og hvetja sitt lið áfram í þeirri harðri baráttu sem fram undan er í deildinni í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðinu fyrir tímabilið.
Komnir:
Daniel Ivanovski
Igor Jugovic frá Króatíu
Jónatan Hróbjartsson frá ÍR
Marcus Solberg frá Danmörku
Martin Lund Pedersen frá Danmörku
Mario Tadejevic frá Króatíu
Tobias Salquist frá Danmörku
Farnir:
Aron Sigurðarson til Tromsö
Bergsveinn Ólafsson í FH
Illugi Þór Gunnarsson
Jonatan Neftali
Kennie Chopart í KR
Mark Magee til Stratford
Ragnar Leósson í HK