bla_tunna_bigAf hverju er pappír ekki rusl?
Flokkun pappírs og skil til endurvinnslu hefur bæði umhverfislegan ávinning og er hagkvæmari en ef hann er settur í gráu tunnuna og urðaður í Álfsnesi. Pappír er auðlind sem hægt er að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður frá og skilað til endurvinnslu.Pappír sem skilað er til endurvinnslu er flokkaður vélrænt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að aðskilja bylgjupappa frá sléttum pappa og pappír. Efnið er pressað og baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa eru t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að útbúa nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi.
Hvað gerist ef ég flokka ekki pappírinn frá og set hann í gráu tunnuna?
Gráa tunnan er ekki losuð og settur er límmiði á hana með áletruninni ,,Ekki losað“ þegar vart verður við pappír eða pappa í tunnunni. Íbúar þurfa þá að fjarlægja allan pappír úr tunnunni áður en hún er losuð næst. Ef þörf er á losun fyrir næstu umferð þá þarf að bregðast við með einu af neðangreindu:1. Hafa samband við Reykjavíkurborg og óska eftir aukalosun sem kostar 3.480 kr. fyrir eina tunnu og 480 kr til hverja tunnu til viðbótar. Hafa samband.2. Nálgast merkta poka sem hægt er að losa úrganginn úr tunnunni í. Pokarnir eru síðan skildir eftir hjá tunnunum og verða fjarlægðir við næstu losun. Þeir fást á næstu N1 stöð í Reykjavík eða í Þjónustuver Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14. Pokarnir kosta 650 kr stk. og eru seldir 5 saman og kosta því samtals 3.250 kr.3. Fara með úrganginn úr tunnunni á næstu endurvinnslustöð sem eru 7 á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað get ég gert við pappírinn?
Hægt er að losa sig við pappír og pappa á eftirfarandi stöðum:1. Bláa tunnu borgarinnar
Hana þarf að panta og geta íbúar að jafnaði byrjað að flokka í hana innan tveggja daga frá því að hún er pöntuð nema að eitthvað óvænt komi upp á.2. Endurvinnslustöð.
Slíkar stöðvar eru 7 á höfuðborgarsvæðinu en þar er jafnframt hægt að skila mörgum öðrum flokkum endurvinnsluefna. Smelltu hér til að nálgast kort og upplýsingar um endurvinnslustöðvar.3. Grenndarstöð 
Slíkar stöðvar eru 52 innan Reykjavíkur og þar er auk pappírs og pappa hægt að skila plasti og í einhverjum tilfellum skilagjaldskildum umbúðum og fötum. Smelltu hér til að nálgast kort yfir grenndarstöðvar.4. Einkaaðilar
Bjóða flokkunartunnu heim við hús.

 

 

Hvaða pappír er ekki rusl?

Öll neðangreind pappírsefni eru ekki rusl og ber að flokka frá og skila til endurvinnslu:

  • Bylgjupappi, s.s. pítsukassar, skókassar og aðrir pappakassar. Bylgjupappi þekkist af því að þegar hann er rifin sést á sárinu að hann er tvöfaldur með bylgjulaga pappa í miðjunni.
  • Dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur. Allt sem kemur inn um bréfalúguna. Einnig bækur. Æskilegt er að rífa límrönd sjálflímandi umslaga af.
  • Fernur, s.s. undan mjólk, ávaxtasafa, rjóma o.þ.h. Plasttappi, sem oft er settur í fernur til að auðvelda notkun þeirra og verja innihaldið, má vera á fernum. Ál- og plastfilmur innan í fernum draga ekki úr endurvinnsluhæfni þeirra.
  • Skrifstofupappír. Bæði litaður og hvítur ljósritunar- og prentarapappír.
  • Umbúðapappír og pappi s.s. morgunkornskassar, eggjabakkar og kexpakkar. Gjafapappír má einnig fara í bláu tunnuna en sterkrauðan pappír ætti þó að setja í gráu tunnuna með blandaða úrganginum.

Mikilvægt er að hreinsa allar matarleifar af umbúðum og skítugan eldhúspappír og servíettur skal setja í gráu tunnuna eða flokka til jarðgerðar. Pappírsbleiur eiga einnig að fara í gráu tunnuna með blandaða úrganginum.
Efni sem sett er í bláu tunnuna skal setja laust í tunnuna, ekki má setja efnið í plastpoka.

 

 

Hvað má setja í bláu tunnuna?
Í bláu tunnuna má setja fimm flokka af pappír og pappa. Þeir eru:

  • Bylgjupappi, s.s. pítsukassar, skókassar og aðrir pappakassar. Bylgjupappi þekkist af því að þegar hann er rifin sést á sárinu að hann er tvöfaldur með bylgjulaga pappa í miðjunni.
  • Dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur. Allt sem kemur inn um bréfalúguna. Einnig bækur. Æskilegt er að rífa límrönd sjálflímandi umslaga af.
  • Fernur, s.s. undan mjólk, ávaxtasafa, rjóma o.þ.h. Plasttappi, sem oft er settur í fernur til að auðvelda notkun þeirra og verja innihaldið, má vera á fernum. Ál- og plastfilmur innan í fernum draga ekki úr endurvinnsluhæfni þeirra.
  • Skrifstofupappír. Bæði litaður og hvítur ljósritunar- og prentarapappír.
  • Umbúðapappír og pappi s.s. morgunkornskassar, eggjabakkar og kexpakkar. Gjafapappír má einnig fara í bláu tunnuna en sterkrauðan pappír ætti þó að setja í gráu tunnuna með blandaða úrganginum.

Mikilvægt er að hreinsa allar matarleifar af umbúðum og skítugan eldhúspappír og servíettur skal setja í gráu tunnuna eða flokka til jarðgerðar. Pappírsbleiur eiga einnig að fara í gráu tunnuna með blandaða úrganginum.
Efni sem sett er í bláu tunnuna skal setja laust í tunnuna, ekki má setja efnið í plastpoka.