Óskar Jakobsson er nýr þjálfari hlaupahóps Fjölnis. Helga Guðný Elíasdóttir hefur þjálfað hópinn frá áramótum, en hún hætti störfum í haust og hefur Ingvar Hjartarson séð tímabundið um hópinn.
Byrjendanámskeið hófst í byrjun september og var góð þátttaka á því. Ingvar Hjartarson og Ingólfur Björn Sigurðsson voru þjálfarar á því námskeiði. Miklar framfarir hafa verið hjá byrjendunum og munu þau hlaupa áfram með hópnum undir umsjón Óskars.
Hjá Hlaupahópnum er boðið upp á allt að 4 æfingar á viku. Hópurinn hittist við Grafarvogslaug tvisvar í viku og er æfingin í um eina og hálfa klukkustund í hvert sinn. Þar af eru hlaup í um 45-55 mínútur, en einnig er stutt upphitun fyrir hlaup og styrktaræfingar og teygjur inni í íþróttahúsi á eftir.
Einnig eru æfingar á fimmtudögum í Laugardalshöll á veturna en útihlaup á sumrin. Á laugardögum eru löng hlaup.
Þátttökutímabilin eru þrjú á ári: janúar-apríl, maí-ágúst og september til áramóta. Starfsemi og rekstur hlaupahópsins fellur undir Frjálsíþróttadeild Fjölnis. Æfingagjöld eru 10.000 á önn eða 25.000 í ársgjald.
Æfingar eru: Mánudagur kl 17:30-19:00. Almenn æfing frá Grafarvogslaug
Miðvikudag kl 17:30-19:00. Almenn æfing frá Grafarvogslaug
Fimmtudag kl 18:15-19:45. Inniæfing í Frjálsíþróttahöll Laugardal á vetrum sem flyst á útibrautir á sumrin.
Laugardagur kl 9:30 Langhlaup frá göngustíg við Gullinbrú (tækin).
Allar nánari upplýsingar um æfingar o.fl. eru settar inná Facebooksíðu hópsins: Skokkhópur Fjölnis.