Páskarnir eru framundan og margir á faraldsfæti enda enda gott frí í vændum. Margir kjósa að vera bara heima og hafa það notalegt. Margir nota hátíðina til að skella sér í sund og því er ekki úr vegi og líta yfir opnunartímann í Grafarvoglauginni yfir hátíðarnar.
Á skírdag er opið í Grafarvogslaug frá 9-18. Á föstudaginn langa er lokað en laugardeginum er opið 9-18. Á sjálfan páskadaginn er lokað en á annan í páskum er opið 9-18. Þótt lokað verði í Grafarvogslaug á páskadag verður hægt að skella sér í sund í Árbæjarlaug, Laugardalslag og Vesturbæjarlaug en en á þessu stöðum verður opið frá 10-18.
Þess má og geta að aftur er frí á sumardaginn fyrsta nk. fimmtudag en þá verður opið í Grafarvogslaug frá 9-18.