Fuglaskoðunarferð í Grafarvoginum verður farin á laugardag er ferðin er hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélag Íslands í samvinnu við Ferðafélag barnanna. Brottför er kl. 11 á laugardagsmorgni þann 3. maí frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju.
Farfuglarnir okkar eru hinir sönnu vorboðar. Tómas Grétar Gunnarsson, sem er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiðir fuglaskoðunarferð í Grafarvoginn þar sem farfuglar safnast saman. Þátttakendur taki með sér sjónauka því sjón er sögu ríkari. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 2 klst.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.