Ofsaveður gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið og er mikinn hvassviðri í efri byggðum. Þakplötur hafa verið að fjúka af Egilshöllinni og af þeim sökum hefur nærliggjandi götum verið lokað tímabundið af lögreglunni.
Búist er við mikilli úrkomu á S-verðu landinu næsta sólarhring. Í dag, laugardag er von á vonskuveðri á öllu landinu og geta vindhviður hæglega farið yfir 50 m/s við fjöll. Því er fólki ráðið frá því að leggja í ferðalög milli landshluta fyrr en lægir. Strætó er hættur að ganga en í tilkynningu frá Strætó segir að ekki sé hægt að halda úti akstri vagnaflota Strætó vegna veðurs.
Að sögn lögreglunnar er mikið álag er á 112 vegna tilkynninga um foktjón. Fólk er beðið að nota ekki 112 nema í neyðartilvikum núna þegar mesti hvellurinn er að ganga yfir.