Í síðasta mánuði áttu sér stað miklar framkvæmdir á Extravellinum í Grafarvoginum þar sem sett var upp sjálfvirkt vökvunarkerfi í aðalvöllinn. Með þessari framkvæmd hefur verið tekið enn eitt skrefið í því að bæta aðstöðu félagsins.
Með þessum búnaði er hægt að stýra allri vökvun með miklu nákvæmari hætti og í þessu felst hagræðing þar sem ekki þarf að færa úðara fram og tilbaka á vellinum. Hægt er að stilla kerfið eftir klukku, eða látið skynjara meta vökvun á vellinum eða stýrt vökvuninni með fjarstýringu, til dæmis fyrir leik og í hálfleik.
Vegna þessara framkvæmda var hægt að færa eldri búnað á miðjuna sem er æfingasvæðið félagsins og bætt vökvun þar sem hefur oft verið til vandræða. Kerfið sem varð fyrir valinu heitir HUNTER og er notað víða á knattspyrnuvöllum.
Næsta stóra verkefni á Extravellinum er stúkubygging en hafnar eru viðræður við borgina um það verkefni.