Nýr þjálfari hefur tekið við hópnum og er ætlunin að sinna jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hópurinn hefur flutt starfsemi sína innan hverfisins og hefjast nú flestar æfingar við Grafarvogslaug, Dalhúsum 2. Í hópnum eru bæði byrjendur og afrekshlauparar sem eiga það sameiginlegt að njóta þess að rækta líkama og sál með hreyfingu og útiveru í góðum félagsskap. Í hópnum er öflugt félagslíf með skemmtunum og ferðalögum, sem tengjast sameiginlegu áhugamáli. Starfsemi og rekstur hlaupahópsins fellur undir Frjálsíþróttadeild Fjölnis.
Almennar æfingar eru tvisvar sinnum í viku og standa yfir í um eina og hálfa klukkustund í hvert sinn. Þar af eru hlaup í um 45-55 mínútur en einnig er stutt upphitun fyrir hlaup og styrktaræfingar og teygjur inni í íþróttahúsi á eftir. Að auki býðst þátttakendum kostur á tveimur viðbótaræfingum í viku. Þátttökutímabilin eru þrjú á ári: janúar-apríl, maí-ágúst og september til áramóta.
Þjálfari er: Helga Guðný Elíasdóttir helgage@gmail.com
skipuleggur æfingar og sinnir lengra komnum
Byrjendanámskeið: Ingólfur Björn Sigurðsson ingolfur.bjorn.sigurdsson@reykjavik.is,
sinnir byrjendaþjálfun
Æfingar eru: Mánudagur kl 17:30-19:00. Almenn æfing frá Grafarvogslaug
Miðvikudag kl 17:30-19:00. Almenn æfing frá Grafarvogslaug
Fimmtudag kl 18:15-19:45. Inniæfing í Frjálsíþróttahöll Laugardal á vetrum sem flyst á útibrautir á sumrin.
Laugardagur kl 10:00-11:30 Langhlaup á laugardegi frá Gullinbrú sem flyst til 09:30 þegar birta tekur af degi.
Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 8. febrúar kl 17:30 við Grafarvogslaug.
Allir eru velkomnir á námskeiðið sem stendur í 6 vikur og kostar kr 5.000.
Þátttakendum í byrjendanámskeiði er heimilt að taka þátt í æfingum út apríl án aukagjalds.
Almenn æfingagjöld eru kr 10.000 fyrir hvert 4 mánaða tímabil eða kr 25.000 fyrir heilt ár.
Skráning þátttakenda á byrjendanámskeiðið eða í hlaupahópinn er á heimasíðu Fjölnis,
www.fjolnir.is undir „Iðkendaskráning“.
Kjörorð hlaupahópsins er: Hress og kát á hreyfingu.