Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir úrvalshóp 2016. Níu iðkendur í Frjálsíþróttadeild Fjölnis eru í hópnum, fjórar stúlkur og fimm piltar. Þau eru eftirfarandi:
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 200m, 400m
Hlín Heiðarsdóttir 800m
Helga Þóra Sigurjónsdóttir hástökk
Karen Birta Jónsdóttir hástökk, kúluvarp, spjótkast
Ingvar Hjartarson 5000m
Bjarni Anton Theódórsson 200m, 400m
Einar Már Óskarsson 200m
Daði Arnarson 400m, 800m, 1500m, 3000m
Tómas Arnar Þorláksson 200m, 400m, 1500m
Árangursviðmið inní hópinn má sjá hér. Að auki eru Helga Þóra og Daði líka í afrekshópi FRÍ en töluvert strangari viðmið gilda til að komast í þann hóp, sjá hér.
Á myndinni er sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar sem keppti á Bikarkeppni FRÍ fyrr í vetur.