Fjölnismenn í handboltanum gefa ekkert eftir í 1. deildinni en í gærkvöldi vann liðið sinn níunda leik í röð þegar Þróttarar voru lagði af velli. Loktölur leiksins urðu, 30-39, en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni.
Fjölnir náði strax frumkvæðinu í leiknum og var með níu marka forystu í hálfleik. Sveinn Jóhannsson og Breki Dagsson voru markahæstir í liði Fjölnis með átta mörk hvor.
Fjölnir er með með full hús stiga, 18 stig af loknum níu umferðum. HK kemur næst með 13 stig og ÍR hefur 12 stig í þriðja sætinu.
Næsti leikur Fjölnis verður gegn HK í Dalhúsum 25. nóvember.