Nansý Davíðsdóttir nemandi í Rimaskóla tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitil stúlkna í skák með því að sigra örugglega í yngsta flokki með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Mótið var haldið yfir helgina á Bifröst í Borgarfirði.
Nansý varð einnig Norðurlandameistari í sínum flokki, C-flokki, á Norðurlandameistaramótinu í fyrra. Þá var teflt í Malmö í Svíþjóð.