Fjölnismenn taka á móti Fylki í Pepsídeild karla á Fjölnisvelli í kvöld og hefst viðureign liðanna klukkan 19. Fjölnir hóf mótið vel með því að leggja Eyjamenn af velli og var þá liðið að leika mjög góða knattspyrnu og vonandi að áframhald verði á því í leiknum í kvöld.
Gunnar Már Guðmundsson, sem hefur frá vegna meiðsla, er allur að koma til og verður í leikmannahópnum í kvöld.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á völlinn og halda áfram að styðja við bakið á liðinu eins og í síðasta leik þegar um 1.000 áhorfendur mættu á völlinn. Hægt verður að kaupa hamborgara og Pepsí á 1.000 kall í sjoppunni.