Rétta æfingin skapar meistarann
Unglingar með gott sjálfstraust hafa trú á sjálfum sér og eigin hæfileikum. Þeir þora að vera þeir sjálfir, eru ekki uppteknir af því sem öðrum finnst um þá og eru með sterka sjálfsmynd. Það verður að vera leyfilegt að gera mistök, læra af þeim og finna nýjar leiðir því þannig byggjum við upp heilbrigt sjálfstraust. Aðeins það að takast á við hlutina og prófa sig áfram skilar árangri. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur foreldra og þá sem starfa með ungu fólki að skapa umhverfi fyrir það sem er þægilegt og er byggt upp með hvatningu og jákvæðni að leiðarljósi.
Þar sem lykillinn að bættu sjálfstrausti felst í æfingu og endurtekningu byggir öll þjálfun fyrir ungt fólk hjá Dale Carnegie á virkri þátttöku í stað fyrirlestra. Þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni sem nýtast þeim í samfélaginu. Sú staðreynd að námskeiðið stendur yfir í nokkrar vikur tryggir að fólk fær nægan tíma til að öðlast hæfni á mörgum mismunandi sviðum.
Það nær enginn árangri í handbolta með því að hlusta á fyrirlestur um handbolta. Árangur næst með því að mæta á æfingar, fá leiðbeiningar frá þjálfara, æfa og æfa þangað til þú öðlast hæfni. Gamla máltakið segir „æfingin skapar meistarann“ og til þess að hafa þetta enn skýrar þá mætti segja„rétta æfingin skapar meistarann“.
Ef þú vilt fá meria sjálfstraust, betri sjálfsmynd og hafa meiri trú á eigin getu þá er ekki nóg að lesa um það eða hugsa um það. Það er einungis fyrsta skrefið. Þú verður að gera eitthvað í því.
Við erum með námskeið fyrir 10-12, 13-15, 16-20 og 21-25 ára. Nánari upplýsingar á www.naestakynslod.is eða senda póst á anna@dale.is