Mikill eldur í Rimaskóla – hættan liðin hjá

Eldsvoði 1Mikill eldur logar í Rimaskóla en um er að ræða eldsvoða í útibyggingum við skólann. Það var upp úr ellefu leytið í morgun sem slökkviliðinu barst tilkynning um mikinn eld í umræddum útibyggingum sem eru fjórar og leggur mikinn eld frá byggingunum sem sést víðar að í borginni.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum. Nemendur skólans eru ekki í hættu en nú undir hádegi var að sjá að slökkviliðið hefi náð tökum á eldinum. Eldsupptök eru ókunn. Aðalbygging Rimaskólans er ekki í hættu.

Tilkynning frá skólanum:

Í tilkynningu frá skólanum til forráðamanna barna í skólanum kemur fram að eldur hafi komið upp í lausum ónotuðum skólastofum Rimaskóla kl. 11:15 þegar frímínútur stóðu yfir og veður með „besta móti“. Ákveðið var að safna nemendum saman í íþróttasal skólans á meðan að slökkviliðið fengist við eldinn. Reykur stóð yfir bláu skólabygginguna og myndaði nokkuð stækja brunalykt í þeirri álmu.

Að mati slökkviliðsins og lögreglu brást starfsfólk skólans rétt við aðstæðum og hafa fulltrúar þeirra rætt við nemendur.
Nokkrir foreldrar hafa sótt börn sín og fengið að taka þau með sér í samvinnu við umsjónarkennara sem halda utan um nemendaskráningu.

Uppfært kl. 12.15 – nýjustu fréttir

Nýjustu fréttir frá slökkviðinu eru þær að óhætt sé að hleypa öllum nemendum inn í skólastofur að nýju. Mörg börn urðu skefld við atburðinn en í samtali skólastjórans við slökkviliðsstjóra og lögreglu var ekki brugðið á það ráð að kalla til áfalla hjálpar.

Hér að ofan og neðan má sjá myndir frá brunanum.

 

 

eldsvoði 4Eldsvoði 3

IMG_1455 IMG_1456 IMG_1459 IMG_1463 IMG_1465 IMG_1467 IMG_1469 IMG_1470 IMG_1472 IMG_1473 IMG_1474 IMG_1475 IMG_1479Eldsvoði 2

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.