Á Þorláksmessu og aðfangadag milli kl. 9:00 – 15:00 eru starfsmenn KGRP til aðstoðar í Gufuneskirkjugarði. Þeir aðstoða fólk við að finna leiði og afhenda ratkort ef með þarf. Skrifstofan í Gufuneskirkjugarði, sími: 585 2770 er opin frá kl. 9:00 – 15:00 og geta aðstandendur fengið upplýsingar um leiði þar. Mikil umferð hefur verið í allan dag í kirkjugarðinn.
Sérstaklega verður einnig fylgst með umferð í Gufuneskirkjugarði og verður reynt að greiða fyrir umferð eins og hægt er á báðum stöðum, samkvæmt lögreglunni.
Í Gufuneskirkjugarði verður aðeins hægt að keyra að frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma mun stýra umferðinni þar en ekið verið út úr garðinum norðanmegin og inn á Borgaveg. Þaðan eru ökumenn beðnir að aka í vestur og um Strandveg.