Keppnin í Pepsídeild karla í knattspyrnu hófst í gær og sóttu þá Fjölnismenn lið ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þegar upp var staðið var niðurstaðan markalaust jafntefli. Fjölnir nýtti sér ekki liðsmuninn því Eyjamenn léku einum manni færri lungann úr leiknum en Hafsteinn Briem var sýnt rauða spjaldið strax á 14. mínútu fyrir brot á Marcus Solberg.
Eyjamenn léku fanta góðan varnarleik eftir að verða manni færri en Fjölnir átti sín færi sem ekki tókst að nýta. Eitt stig varð því niðurstaðan á erfiðum útivelli í Eyjum.
Næsti leikur Fjölnis verður á Extravellinum í Grafarvogi 8. maí þegar Grafarvogspiltar taka á móti Breiðablik klukkan 19.15.