Fjölnismenn unnu langþráðan sigur í Pepsídeild karla í knattspyrnu heimavelli í kvöld þegar að þeir lögðu Þórsara frá Akureyri, 4-1. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis síðan í annarri umferð mótsins um miðjan maí.
Fjölnir var betri aðilinn í leiknum allan tímann, góð spilamennska lengstum og mörg tækifæri sköpuðust. Uppskeran var fjögur mörk og voru Bergsveinn Ólafsson (7. mín), Guðmundur Karl Karlsson (32. mín.), Gunnar Már Guðmundsson (45. mín) og Ágúst Örn Arnarson (89. mín) sem gerðu mörk liðsins í leiknum.