• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Læsissáttmáli, Andrés önd með SAFT og Syrpuþon

30 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Heimili og skóli, Læsisssáttmáli, Skemmtilegt, Skólastarf

Nú styttist í skólaslit og þá er ekki úr vegi að minna á mikilvægi yndislesturs í sumarfríinu og koma á framfæri sniðugum hugmyndum fyrir næsta skólaár. Við höfum tekið saman nokkrar hugmyndir sem börn, foreldrar og kennarar geta nýtt sér á næstunni sem og á komandi skólaári og vekjum einnig athygli á Syrpuþoni nú í maí.

Læsissáttmáli og lestrarbingó
Heimili og skóli – landssamtök foreldra útbjuggu á síðasta ári Læsissáttmála fyrir foreldra sem tilvalið er að leggja fyrir og ræða í upphafi skólaárs og/eða á öðrum tímum sem henta. Læsissáttmálinn er leiðarvísir og stuðningsefni fyrir foreldra. Bekkjarfulltrúar, umsjónarkennarar og aðrir geta nýtt sér sáttmálann til að koma af stað umræðum um læsi og hlutverk foreldra þegar kemur að námi og lestrarþjálfun barna. Í sáttmálanum eru kynnt sex áhersluatriði sem fela í sér leiðir til að ná settu marki. Sáttmálanum fylgja leiðbeiningar um fyrirlögn, veggspjald, ítarefni og einnig er hægt að fá skemmtileg bókamerki, segla og kvittanahefti fyrir börnin. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur efnið nánar á heimasíðu okkar, heimiliogskoli.is, og hægt er að nálgast allt efnið á þjónustumiðstöð okkar endurgjaldslaust. Einnig er hægt að fá efnið sent. Nánar hér: http://www.heimiliogskoli.is/laesissattmali

Auk Læsissáttmálans er að finna fjölbreytt lestrarbingó á heimasíðu okkar sem stíla inn á skólafríin. Þar má t.d. finna tvö sumarlestrarbingó sem kjörið er að nýta sér sem lestrarhvatningu: http://www.heimiliogskoli.is/laesi/lestrarbingo

SAFT í samstarfi við Andrés önd

Heimili og skóli reka netöryggisverkefnið SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni og nú hefur SAFT í samstarfi við Eddu útgáfu útbúið Andrésarblað (með hinum eina sanna Andrési önd) þar sem fjallað er um netöryggi og bætta netnotkun. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu á næstunni sem og á allri fræðslu og uppákomum sem SAFT stendur fyrir, á meðan birgðir endast. Við mælum með að börn, foreldrar og kennarar kynni sér þetta skemmtilega Andrésarblað saman.

Syrpuþon í maí 2017
Andrés Önd og verslunin Eymundsson
standa fyrir skemmtilegri upplestraruppákomu fyrir krakka á aldrinum 10-14 ára sem nefnist  Syrpuþon.  Syrpuþonið verður haldið  í verslun Eymundsson í Kringlunni, Laugardaginn 27. maí, milli klukkan 13.00 og 16.00. Allir þátttakendur fá glaðning og viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Syrpuþonið er hugsað sem tækifæri fyrir krakka til að spreyta sig á leikupplestri með tilþrifum.

Fyrirkomulagið er einfalt, krakkarnir skrá sig til leiks á www.andresond.is/syrputhon og mæta svo í Eymundsson Kringlunni (á móti Bónus). Þar leiklesa þau upp úr Syrpu í 1-2 mínútur í senn og fá dygga aðstoð og ráðleggingar frá leikaranum og skemmtikraftinum Björgvini Franz Gíslasyni.

Uppákoman verður tekin upp á vídeó og verða tvö (stelpa og strákur) valin úr hópi þátttakenda til að vera „Syrpuröddin” og fá þannig tækifæri til að lesa inn á auglýsingar fyrir Syrpur og Andrés Önd.

Markmið uppákomunnar er að hvetja krakka til lesturs og gefa þeim tækifæri til að lesa upphátt með leiktilþrifum og taka þannig þátt í jákvæðu, skemmtilegu verkefni sem allir ættu að geta ráðið við og haft gaman af. Nánari upplýsingar veitir María í síma 894 8898 og einnig er hægt að skoða auglýsingu í viðhengi.

Eflum lestur í sumar sem og alla daga!

 

 

 

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is