Mánudaginn 10. október kl. 16:00 verður haldin kynning á skýrslunni sem Rannsóknir og Greining gerði þar sem greint er frá niðurstöðum úr Ungt Fólk rannsókninni árið 2016. Kynningin fer fram í Rimaskóla og verður áhersla lögð á svörunina sem barst í Grafarvogi og á Kjalarnesi.
Vímuefnaneysla unglinga er skoðuð yfir tíma og ítarlega skipt niður eftir flokkum og þá eru umfangsmiklar niðurstöður er varða lýðheilsu ungmenna settar fram. Greindir eru þættir sem hafa áhrif á líkur á áhættuhegðun og vímuefnaneyslu, svo sem samband við foreldra, eftirlit og útivistartími, viðhorf til náms, líðan í skóla og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og tómstundastarfi. Einnig er greint frá niðurstöðum um tölvunotkun og neteinelti meðal nemenda.
Allir starfsmenn grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi eru boðnir velkomnir ásamt starfsfólki félagsmiðstöðvanna í hverfunum. Auk þess viljum við bjóða foreldra velkomna og vonumst við til þess að sem flestir komi á þennan spennandi viðburð.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og Greiningu ætlar að kynna helstu niðurstöður skýrslunnar og ræða áhættuþætti í nærumhverfi unglinga í dag.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
kveðja,
Þorvaldur Guðjónsson
Verkefnastjóri frístunda og félagsauðs
valdi@reykjavik.is