Íþróttasamband Íslands hefur tilkynnt að Kristinn Þórarinsson mun keppa á Ólympíuleikum ungmenna (Youth Olympic Games) sem fram fara í Nanjing í ágúst í sumar. Kristinn er eini íslenski keppandinn sem keppir í sundi á leikunum en auk hans er lið frá Íslandi í fótbolta. Það eru því þrír fulltúrar frá Fjölni á leikunum í Kína. Kristinn keppir í 100 og 200 metra baksundi á mótinu.
Af öðrum verkefnum Fjölnismanna á næstunni má nefna að Daníel Hannes Pálsson keppir núna um helgina á sterku móti í Frakklandi (French Open). Þar syndir hannn 400 og 200 metra skriðsund, 100 metra flugsund og 200 metra flugsund.
Á mánudaginn heldur Kristinn Þórarinsson út til Hollands að keppa á Evrópumóti unglinga. Þar syndir hann 100 metra baksund, 200 metra fjórsund, 200 metra baksund, 50 metra baksund og 400 metra fjórsund.
Jón Margeir Sverrisson keppur svo á EM-fatlaðra í Hollandi í byrjun ágúst. Hann keppir í 100 baksundi, 100 bringusundi, 200 skriðsundi og 200 fjórsundi.