Knattspyrnudeild Fjölnis og TM hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning TM við deildina á komandi keppnistímabili.
Fjölnir mun hlutast til um að bjóða félagsmönnum og forráðamönnum iðkenda tækifæri á að fá tilboð í sínar tryggingar ef áhugi er fyrir því og þannig styrkja starf félagsins í leiðinni.
Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum TM af Arnheiði Leifsdóttur verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála og Guðmundi L Gunnarssyni framkvæmdastjóra Fjölnis.
Við væntum mikils af samstarfi félaganna og að Grafarvogsbúar nýti sér það að fá tilboð í sínar tryggingar og styðja þar með félagið í leiðinni.
Á næstu dögum munum við senda og dreifa blaði sem bíður öllum uppá að fá tilboð í sínar tryggingar frá TM og í leiðinni að styðja við starfið hjá Fjölni.