Knattspyrnudeild Fjölnis gekk í dag frá ráðningu á Eið B Eiríkssyni sem þjálfara næstu árin hjá félaginu. Eiður mun halda áfram að þjálfa 8 og 6 flokk karla og tekur við 3 flokki karla af Elmari Erni Hjaltalín sem er yfirþjálfari Fjölnis.
Nýr þjálfari verður svo kynntur í 4 flokki karla en Eiður vill þakka öllum þar fyrir frábært samstarf á núverandi keppnistímabili. Eiður mun að sjálfsögðu klára þetta tímabil með núverandi flokkum.
Samningurinn var undirritaður í dag af Eiði B Eiríkssyni og Guðmundi L Gunnarssyni framkvæmdastjóra Fjölnis og tekur hann gildi frá 1 október 2015.
Við væntum mikils af áframhaldandi veru Eiðs hjá félaginu og vonum að samstarfið verði farsælt.