Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Kaplakrika um liðna helgi. Sjö keppendur frá Fjölni tóku þátt á mótinu og stóðu sig vel. Voru mörg þeirra að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Þau sem lentu ofarlega í sínum greinum voru:
Ingibjörg Embla Davíðsdóttir 14 ára keppti í öllum greinum og bætti sig í 60 m hlaupi, 60 grind og langstökki. Gekk henni vel og varð hún t.d. í 5. sæti í 60 m grind og langstökki.
Una Hjörvarsdóttir 14 ára keppti í öllum greinum og bætti sig í 60 m grind og lenti í 4. sæti. Einnig stóð hún sig vel í öðrum greinum.
Ívar Björgvinsson 11 ára náði 5. sæti í 60 m hlaupi og gekk líka vel í 600 m hlaupinu.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessum aldurshóp á næsta móti sem verður Stórmót ÍR helgina 11. og 12. febrúar.
Á myndinni eru Una Hjörvarsdóttir, Hafdís Rós Jóhannesdóttir þjálfari, Ingibjörg Embla Davíðsdóttir og Agnes Inger Axelsdóttir.