Jón Margeir Sverrisson tók þátt í sundmóti í Brasilíu um síðustu helgi og gerði sér lítið fyrir og vann til þrennra gullverðlauna. Jón Margeir byrjaði á því að sigra 100 metra bringusund rétt við sinn besta tíma sem verður að teljast ansi gott miðað við framandi aðstæður.
Um hálf tíma síðar var komið að 200 metra skriðsundi. Þar vann hann með minnsta mögulega mun, 0.01 sek. Þriðja gullið vann hann í 200 metra fjórsundi
Núna um helgina fer fram Íslandsmeistaramót í 25 metra laug og hvetjum við alla til að kíkja í Ásvallarlaug í Hafnarfirði og sjá sundmenn úr Fjölni í baráttunni.