Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni/Ösp vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór á eynni Madeira í Portúgal um helgina. Jón Margeir vaðr annar í 200 metra skriðsundi en vegalengdina synti hann á 1.58,06 mínútum en Breti sem hreppti gullverðlaunin synti á 1,57,96 mínútum.
Sundið var mjög spennandi eins og tímarnir gefa glöggt til kynna. Árangur Jón Sverris er mjög góður enda mótið firnasterkt.