Fjölnismaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti tvö heimsmet á alþjóðlegu móti í sundi fatlaðra sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina. Bæði metin eru í fötlunarflokki, S14.
Fyrra heimsmetið setti Jón Margeir í 400 metra skriðsundi sem hann synti á 4.04,43 mínútum og 100 metra skriðsund synti hann á 53,42 sekúndum.
Á sama móti vann Jón Margeir til silfurverðlauna +i 50 metra bringusundi og gullverðlauna í 100 metra bringusundi og setti um leið Íslandsmet á þessari vegalengd.