Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, tryggði sér fyrr í dag sæti í úrslitum 200 metra baksunds í flokki S14 á Ólympíumótinu í Ríó.
Jón Margeir, sem vann gullverðlaun í þessari grein á síðustu leikum í London fyrir fjórum árum, fór inn í úrslit sundsins í dag með fimmta besta tímann. Hann synti vegalengdina á 2.00,01 mínútum en Ástralinn Daniel Fox átti besta tímann, 1.57,19 mínútur.
Það er því alveg ljóst að Jón Margeir þarf að synda mjög gott sund í úrslitum í kvöld til að banda sér í baráttuna um að komast á verðlaunapall.
Jón Margeir hefur synt best á þessari vegalengd á 1:56,94 en það gerði hann á opna þýska meistaramótinu 2015. Það stefnir allt í æsispennandi úrslitasund í Ríó í kvöld.