Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Ungmennafélagsins Fjölnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Egilshöllinni í Grafarvogi 12. mars. Helga Jóhannsdóttir, stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands, sæmdi á aðlfundinum Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis starfsmerki UMFÍ.
Auk Jón Karls formanns skipa stjórn Fjölnis þau Birgir Gunnlaugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Kristján Friðrik Karlsson, Sveinn Ingvarsson, Laufey Jörgensdóttir og Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir.
Almenn bjartsýni ríkti á fundinum en starfið innan félagsins er gríðarlega mikið og á síðasta ári var fjölgun í flestum deildum. Bygging á nýju fimleikahúsi er í fullum gangi en það verður tekið í notkun á næsta ári. Þá eiga Fjölnismenn í viðræðum við borgaryfirvöld um byggingu á íþróttahúsi.