Lið Fjölnis í meistaraflokki kvenna í handknattleik gerði jafntefli við ÍR, 34-34, í viðureign liðanna í Breiðholti í 1. deild um helgina . ÍR-ingar voru með tveggja marka forystu í hálfleik, 19-17.
Byrjunin í síðari hálfleik var ekki góð og náði heimaliðið fimm marka forystu um tíma og útlitið ekki of bjart. Stelpurnar úr Grafarvogi voru hins vegar ekki af baki dottnar, náðu að jafna, og komast yfir þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Fjölnir var yfir þegar skammt var til leiksloka en ÍR tókst að jafna metin í blálokin.
Mörk Fjölnis í leiknum: Díana Kristín 14, Guðrún Jenný 6, Berglind 4, Andrea 4, Kristín Lísa 2, Ingibjörg 1, Helena 1, Díana Á 1, Ylfa 1.
Af loknum átta leikjum tróna FH-stúlkur á toppnum með 12 stig en í 2.-3. sæti eru Fjölnir og HK með 11 stig.