Heimilisfang
Dalhúsum 2
112 Reykjavík
Sími: 510 4600
Afgreiðslutími
Mánudaga – fimmtudaga | 06:30 – 22:00 |
Föstudaga | 06:30 – 20:00 |
Laugardaga | 09:00 – 18:00 |
Sunnudaga | 09:00 – 18:00 |
Sjá nánar á heimasíðu Grafarvogslaugar.
Forstöðumaður: Árni Jónsson
Hvað kostar í sund?
Verð
Þjónusta |
Verð / Price |
Börn (0-5 ára)
Children (0-5 years old)
|
Frítt
Free
|
Börn (6 – 17 ára)
Children (6-17 years old)
|
160 kr. |
Fullorðnir (18 ára og eldri)
Adults (18+)
|
980 kr. |
10 miða kort barna
10 admissions children
|
1000 kr. |
10 miða kort fullorðnir*
10 admissions adults
|
4.600 kr. |
20 miða kort fullorðinna*
20 admissions adults
|
8.100 kr. |
6 mánaða kort barna
6 month pass children
|
6.400 kr. |
6 mánaða kort fullorðinna
6 month pass adults
|
18.000 kr. |
Árskort barna
Annual pass children
|
10.300 kr. |
Árskort fullorðnir
Annual pass adults
|
33.000 kr |
Leigður sundfatnaður
Rental swimsuit
|
880 kr. |
Leiga handklæði
Rental towel
|
580 kr. |
Tilboð – sund, sundföt og handklæði
Offer – entry, swimsuit and towel
|
1.850 kr. |
Brautarleiga vegna kennslu | 5.500 kr. |
Útgáfa á rafrænu handhafakorti
Issue of an electronic card
|
750 kr. |
Endurútgáfa á persónugerðu kort
Reissue of an electronic card
|
750 kr. |
Grafarvogslaug – Almennar upplýsingar
Skóflustunga að Grafarvogslaug var tekin 13. desember 1996. Síðan þá hefur hún verið byggð upp í nokkrum áföngum. Stærð byggingarinnar er 3.097 fermetrar en heildarstærð vatnsflata er um 670 fermetrar.
Arkitektar: Vilhjálmur Hjálmarsson og Guðmundur Þór Pálsson.
Byggingarár: 1998.
Saga byggingarinnar: Skóflustungan var tekin 13. desember 1996 og var fyrsti áfangi laugarinnar opnaður 3. maí 1998. Grafarvogslaug hefur verið að byggjast smátt og smátt frá opnunardegi. Lokið var við innilaug og nuddpott haustið 1998 og eimbað vorið 1999. Leiklaug og rennibraut voru opnaðar 25. apríl 2002.
Stærð byggingar: | 3.097 m2 | Heildarstærð vantsflata er um: | 670 m2 |
Stærð lóðar: | 65.012 m2 | Fjöldi bílastæða: | 53 |
Lóðarmat: | 51.328.000 | Fasteignamat: | 276.138.000 |
Brunabótamat: | 351.335.000 | Rúmmál: | 10.690 m3 |
Aðallaug
Lengd: 25 m, breidd: 12,5 m | Mesta dýpi: 1,80 m | Minnsta dýpi: 1,10 m | Rennsli á klst.: 140 m3 |
Flatarmál: 312,52 m2 | Rúmmál: 439 m3 | Hitastig: 29°C | Fjöldi brauta: 5 |
Innilaug
Lengd: 12,5 m, breidd: 8,5 m | Mesta dýpi: 0,90 m | Minnsta dýpi: 0,70 m | Rennsli á klst.: 44 m3 |
Flatarmál: 108 m2 | Rúmmál: 88 m3 | Hitastig: 32 – 33°C | Fjöldi brauta: 3 |
Leiklaug – Úti
Lengd: 12,5 m, breidd: 7 – 11 m | Mesta dýpi: 1,00 m | Minnsta dýpi: 0,90 m | Rennsli á klst.: 44 m3 |
Flatarmál: 113 m2 | Rúmmál: 96 m3 | Hitastig: 32°C | Fjöldi brauta: 3 |
Vaðlaug
Lengd: 10 m, radíus: 5 m | Mesta dýpi: 0,3 m | Minnsta dýpi: 0,30 m | Rennsli á klst.: 18 m3 |
Flatarmál: 30 m2 | Rúmmál: 9 m3 | Hitastig: 37°C |
Heitir pottar
Nuddpottur | Hitastig: 37°C | 17 m2 – 13,6 m3 |
Volga | Hitastig: 41°C | 10 m2 – 7 m3 |
Víti | Hitastig: 43°C | 10 m2 – 7 m3 |
Hreinsun vatnsins í sundlauginni fer fram í gegnum sandsíur, allt að 48 sinnum á sólarhring í pottunum. Sjálfvirkar klórstöðvar sjá um að halda gæðum vatnsins samkvæmt stöðlum í reglugerð Hollustuverndar.
Eimbað
Sameiginlegt fyrir karla og konur á útisvæði. Hitastig 48 – 50°C.
Vatn í sturtum
Vatn í laug og pottum
Vatn í aðallaug og leiklaug er upphitað kalt vatn. Vatn í pottum er hitaveituvatn. Sýrustigi vatnsins í laugum er stýrt með notkun koldíoxíðs og er því með um 7,7 pH, sem gerir það mögulegt að takmarka notkun klórs.
Klórmagn ræðst af 17. gr reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
Leiktæki
Vatnsrennibraut: hæð brautar 6,2 m, lengd brautar 51 m.
Önnur leiktæki: lítil rennibraut 1,2 m ásamt ýmiskonar flotleiktækjum.
Veitingar
Í Grafarvogslaug er veitingasala þar sem hægt er að kaupa ýmsar léttar veitingar, snyrtivörur og fleira.
Forstöðumenn frá upphafi:
Hafliði Halldórsson 1997 – 2011
Jens Á Jónsson 2011 – 2014
Sólveig Valgeirsdóttir 2014 – 2017
Árni Jónsson 2017 –