Íbúar í Reykjavík völdu 112 verkefni til framkvæmda á næsta ári í kosningunum Hverfið mitt, sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Mun fleiri tóku þátt nú en áður og er um 30% auking frá því síðast. Heildarfjöldi kjósenda nú var 9.292 en í fyrra auðkenndu sig 7.103 íbúar.
Kjörstjórn fór í gær yfir niðurstöðu kosninga um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 99.034 íbúar en af þeim kusu 9.292. Kosningaþátttakan var því 9.4% og hækkar úr 7.3% árið 2015.
Hér í fréttinni eru teknar saman helstu niðurstöður, en þær má skoða nánar í ítarlegri samantekt verkefnisstjóra: Hverfið mitt 2016 – samráðsverkefni um úthlutun fjármagns: Niðurstöður rafrænna kosninga sem fram fóru dagana 3. – 17 nóvember 2016
Grafarvogur – Valin verkefni
- Ný vatnsrennibraut í sundlaug Grafarvogs
- Fjölga ruslastömpum í hverfinu
- Leiktæki fyrir yngri börn við Gufunesbæ
- Gróðursetja á svæðið við Spöng
- Fleiri bekki við göngustíga
- Fleiri ungbarnarólur í hverfið
- Bekkur við útsýnisspjald við Melaveg
- Skógrækt við Gufunesbæ
- Tengja göngustíga við Rimaskóla
- Gróðursetning við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar
- Útiæfingatæki
- Gera göngustíga úr botnlöngum í Vættaborgum
- Pétanque völlur við Gufunesbæ
- Bekkur í Fjölnislitum