Bragi Valdimar Skúlason flytur erindi um þær fjölmörgu jólavættir sem finna má í íslenskri sagnahefð og hvernig hægt er að lífga enn frekar upp á aðventuna með með sögum og hefðum þeirra sem annars eru minna þekktar.
Bragi hefur unnið að verkefninu Jólavættir Reykjavíkurborgar sem hófst 2011. Síðan þá hefur borgin kynnt hinar ýmsu kynjaverur tengdar jólunum og þannig unnið að því að upphefja íslensku sagnahefðina og skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni.
Dagsetning viðburðar:
mánudagur, 30. nóvember 2015
Staðsetning viðburðar:
Viðburður hefst:
17:15
Viðburður endar:
18:00