Hverfið mitt 2019: Íbúum boðið að velja hugmyndir á kjörseðil

Hverfið mitt 2019: Íbúum boðið að velja hugmyndir á kjörseðil 31. maí 2019 Kæri notandi á Betri Reykjavík,

Undanfarin ár hafa hverfisráðin í Reykjavík tekið ákvarðanir um það hvaða 25 hugmyndir af innsendum tækum* hugmyndum fara á kjörseðilinn í hverju hverfi sem íbúar kjósa um í íbúakosningunum Hverfið mitt.  Í ár ber svo við að ný hverfisráð munu ekki taka til starfa fyrr en í haust.  Því bregður Reykjavíkurborg á það ráð að opna samráðsferlið og gefur íbúum og hagaðilum í hverfunum kost á að velja þær hugmyndir sem verða á kjörseðlinum. Það verður gert á opnum húsum þar sem íbúar geta komið og stillt hugmyndunum upp.

Mánudaginn 3. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Breiðholtshverfi í Gerðubergi.

Þriðjudaginn 4. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Miðborg, Vesturbæ og Hlíðar í Félagsmiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43, 105 Reykjavík.

Miðvikudaginn 5. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Grafarvog og Kjalarnes** í Hlöðunni Gufunesbæ.

Þriðjudaginn 11. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Árbæ, Grafarholt og Úlfarsárdalur  í Félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík.

Fimmtudaginn 13. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaði í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, 108 Reykjavík.


Á opnu húsi munu tækar* hugmyndir hanga uppi á vegg til sýnis. Þátttakendur fá atkvæðaseðil þar sem þeir gefa þeim 25 hugmyndum sem þeim líkar best við atkvæði sitt. Atkvæðaseðlum verður skilað í kjörkassa á staðnum.  Þær 25 hugmyndir sem fá flest atkvæði verða á kjörseðli hverfisins í hverfakosningunum í haust.  

*Tækar hugmyndir eru þær hugmyndir sem standast lög og reglur, eru innan fjárheimilda verkefnisins, eru útfærðar á landi Reykjavíkurborgar og stangast ekki á við skipulag.

**Alls voru 13 hugmyndir tækar af 25 sem bárust á Kjalarnesi og því ekki þörf á uppstillingu á kjörseðil. En tækar hugmyndir verða til sýnis.


Viðburðirnir á facebook:

Breiðholt
https://www.facebook.com/events/343026196410273/ 

Miðborg, Hlíðar og Vesturbær
https://www.facebook.com/events/395480914382150/

Öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Sérfræðingur á sviði lýðræðismála/Democracy advisor

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar/Reykjavík Human Rights Office
Ráðhús Reykjavíkur/City Hall
101 Reykjavík, Iceland
Sími:  845 4036
 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.