Velferðarráð óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2014 fyrir eftirtektarverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Ráðgert er að veita verðlaunin í vor.
Markmið hvatningarverðlaunanna er að örva og vekja athygli á því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram í velferðarþjónustu borgarinnar. Unnt er að tilnefna einstakling, starfsstað, hóp og/eða verkefni.
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 10. apríl 2015 en sérstök valnefnd vinnur úr þeim. Tilnefningar má senda á netfangið hvatningarverdlaunvelferdarrads@reykjavik.is.
Starfsmenn velferðarsviðs og annarra sviða Reykjavíkurborgar, notendur velferðarþjónustu og samstarfsaðilar geta tilnefnt.
Unnt er að tilnefna einstakling, starfsstað, hóp og/eða verkefni til verðlauna fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni varðandi hvaðeina sem viðkemur velferðarmálum og unnið hefur verið á árinu 2014. Einnig má tilnefna einstakling fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Nánar um hvatningarverðlaunin.