Hvar verða byggðar nýjar íbúðir í Reykjavík? Svör við þessari spurningu er viðfangsefni kynningarfunda borgarstjóra sem haldnir verða um miðja næstu viku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samhliða kynningarfundunum verður opnuð sýning um sama efni.
Í Reykjavík er áætlað að byggðar verði um 5.000 nýjar íbúðir á næstu fjórum árum. Framkvæmdir eru ýmist hafnar eða á teikniborðinu. Á sýningu og fundunum verður sagt frá fyrirætlunum fyrirtækja, stofnana og Reykjavíkurborgar: Hvar verða íbúðirnar, hvenær verða þær tilbúnar og hver er að byggja þær?
Kynningarfundir borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verða í Ráðhúsi Reykjavíkur:
- miðvikudaginn 12. nóvember kl. 8:30-10:00 og
- fimmtudaginn 13. nóvember kl. 17:00-18:30.
Allir eru velkomnir á fundina og sýninguna sem opnar á miðvikudagmorgni og stendur til 19. nóvember. Það er skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar sem hefur veg og vanda að undirbúningi funda og sýningar.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsidunni www.reykjavik.is/ibudir en þar verða nánari upplýsingar gerðar aðgengilegar. Útbúin verða nokkur kynningarmyndbönd um einstök uppbyggingarsvæði og byggingarreiti í borginni.
Skoða upplýsingasíðu:: www.reykjavik.is/ibudir