Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Hugmyndasamkeppnin gengur út á að útfæra hugmyndir og tillögur um skipulag svæðisins í samræmi við markmið í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 en svæðið hefur þjónað hlutverki sínu í núverandi mynd um áratuga skeið og er nú kominn tími til að gefa því endurnýjað hlutverk í takt við stefnu borgaryfirvalda um góða nýtingu lands og þéttingu byggðar.
Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að forsögn samkeppnislýsingar sem má sjá í PDF skjalinu hér að neðan.
Áhugasamir geta sótt gögn um samkeppnina á slóðinni hér fyrir neðan en skila þarf umsóknum fyrir 8. desember nk.
Hugmyndasamkeppni um Elliðaárvog og Ártúnshöfða