Selfyssingar sigruðu Fjölni, 34-31, í fjórða leik liðanna um sæti í Olísdeildinni í handknattleik á næsta tímabili á Selfossi nú síðdegis. Staðan í einvígi liðanna er, 2-2, og verður því um hreinan úrslitaleik að ræða þegar liðin mætast fimmta sinn á miðvikudagskvöld í Dalhúsum klukkan 19.30. Fjölnir byrjaði mun betur í þessu einvígi og vann fyrstu tvo leikina en Selfyssingar voru ekki að baki dottnir og hafa jafnað einvígið eftir tvo sigra í röð.
Stuðningsmenn Fjölnis og Grafarvogsbúar verða að troðfylla Dalhúsin á miðvikudag og styðja liðið í baráttu sinni um að komast í efstu deild í handbolta.