Þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Ingvar Hjartarson, bæði í Fjölni, urðu í dag sigurvegarar í 99. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór niðri við Tjörn. Aðstæður voru nokkuð góðar þrátt fyrir stífan vind. Arndís og Ingvar urðu auk þess Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi og hófu Powerade hlaupaseríuna með stæl með þessum sigri sínum. 526 manns luku hlaupinu, rúmlega 200 fleiri en í fyrra en þátttökumetið var slegið í dag með 60 fleiri sem luku hlaupinu heldur en árið 2010.
Ingvar sigraði á tímanum 15:39 mín, Sæmundur Ólafsson ÍR varð 2. á 16:20 mín og Björn Margeirsson Ármanni 3. á 16:25 mín. Arndís Ýr hljóp á 17:56 mín og varð 12. af öllum í mark, en önnur kona í mark varð Agnes Kristjánsdóttir ÍR sem hljóp á tímanum 19:14 mín og þriðja varð Guðlaug Edda Hannesdóttir í Fjölni á tímanum 19:25 mín
Í sveitakeppni kvenna sigraði Fjölnir á tímanum 1:39,27 klst. en sveitina skipuðu þær Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Helga Guðný Elíasdóttir og Anna Eva Steindórsdóttir og urðu þær í 3. sæti í sveitakeppninni.
Í sveitakeppni karla sigraði lið Adidas Oakley á tímanum 1:27,35 klst. en sveitina skipuðu þeir Geir Ómarsson, Rúnar Örn Ágústsson, Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson, Ívar Trausti Jósafatsson og Sigurjón Ernir Sturluson
Víðavangshlaupið heppnaðist í alla staði mjög vel og stemningin góð eins og alltaf í þessu hlaupi og má áætla að hátt í 650 manns hafi verið við Tjörnina að hlaupa, fylgjast með og starfa við hlaupið.