Annað kvöld, föstudaginn 30. janúar, eigast við ÍR og Fjölnir við í Dominosdeild karla í körfuknattleik. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið til að halda sér í deild þeirra bestu. Með sigri komast Fjölnisstrákar enn lengra frá botnsætinu og ætla strákarnir sér að fylgja eftir góðum sigri á Haukum í síðustu viku.
Stuðningur úr stúkunni er alltaf mikilvægur og enn mikilvægari í svona stórum leik eins og leikurinn á föstudag verður. Þess vegna viljum við sjá alla Grafarvogsbúa og Fjölnismenn í Seljaskóla að hjálpa strákunum okkar að ná fram sigri.
Körfuknattleiksdeild Fjölnis ætlar að hita upp fyrir leikinn í Dalhúsum og bjóða öllu Fjölnisfólki upp á hamborgara og gos frá kl. 17.30 á föstudaginn í hátíðarsal Dalhúsa. Hjalti þjálfari kemur og segir okkur aðeins frá leiknum og síðan förum við öll saman í Seljaskóla og hvetjum strákana okkar áfram !
Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta í Fjölnisbúning / gulu og gera þannig stemminguna ennþá betri en í tveimur síðustu leikjum !