Henson gerir Sigga Hallvarðs kláran fyrir leik Fjölnis og Þróttar

Henson gengur úr skugga um að treyjan smellpassi á Sigga.

Henson gengur úr skugga um að treyjan smellpassi á Sigga.

Einn liður í undirbúningi Sigga Hallvarðs fyrir leikinn milli Fjölnis og Þróttar á morgun, fimmtudag, var heimsókn í Henson við Brautarholt. Þar beið Halldór Einarsson, Henson sjálfur, með til mátunar sérgerða treyju fyrir Sigga í tilefni leiksins. Annar helmingurinn er Fjölnis-gulur en hinn í kunnuglegum rauðröndóttum Þróttaralitunum.

Eins og við var að búast tók Siggi tók sig vel út í treyjunni, sem ber merki beggja félaga á brjósti. Það er ekki tilviljun að merki Þróttar er vinstra megin, enda tryggja áratugalöng tengsl Sigga að ekkert félag stendur hjarta hans nær en Þróttur. Sonur Sigga, Aron, spilar hins vegar með Fjölni svo tilfinningar Sigga þegar liðin mætast eru skiljanlega blendnar.

Leikur Fjölnis og Þróttar hefst klukkan 18 á fimmtudag en eins og áður hefur komið fram rennur aðgangseyrir óskertur til söfnunar Sigga fyrir Ljósið, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

 

Siggi Hallvarðs feature image II

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.