
Grafarvogskirkja kl. 11:00
Messa í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Kristján Hrannar Pálsson spilar og Kór Grafarvogskirkju syngur.
Kaffi á eftir!
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Svo á Viktoría afmæli og aldrei að vita nema því verði fagnað sérstaklega vel. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.
Kaffi og djús á eftir!
Kirkjusel kl. 13:00 – Selmessa
Sr. Sigurður Grétar Helgason leiðir Selmessu. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Populi syngur.
Þýskt messukaffi eftir stundina!