Helgihald sunnudaginn 5. maí

Grafarvogskirkja kl. 11:00

Messa í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Helga Bragadóttir, guðfræðinemi prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Grétari Helgasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Kaffi á eftir!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Kaffi og djús á eftir!

Kirkjusel – Selmessa

Engar Selmessur verða í sumar en þær hefjast á ný sunnudaginn 1. september kl. 13:00.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.