
Grafarvogskirkja kl. 11:00
Messa í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Helga Bragadóttir, guðfræðinemi prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Grétari Helgasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.
Kaffi á eftir!
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur og Stefán Birkisson leikur á píanó.
Kaffi og djús á eftir!
Kirkjusel – Selmessa
Engar Selmessur verða í sumar en þær hefjast á ný sunnudaginn 1. september kl. 13:00.