Helgihald sunnudaginn 28. apríl

Grafarvogskirkja kl. 11:00

Messa í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Barnakór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Kaffi á eftir!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Kaffi og djús á eftir!

Kirkjusel kl. 13:00 – Selmessa

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir síðustu selmessuna fyrir sumarfrí. Fyrir messu kl 12:30 heldur Vox Populi „opna æfingu” þar sem öllum sem vilja er boðið að koma og hlusta á fallega tónlist fyrir messu. Vox Populi syngur einnig í messunni og er Hilmar Örn Agnarsson organisti.

Kaffi eftir stundina!

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.