Messa í Grafarvogskirkju
Messa með altarisgöngu í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.
Skírnarstund í Grafarvogskirkju
Skírnarstund verður klukkan 12:30 í Grafarvogskirkju og barn borið til skírnar. Boðið er upp á skírnarstund í kirkjunni síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 12:30. Skírnarstudin er foreldrum að kostnaðarlausu en organisti kirkjunnar annast tónlistina og presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00
Selmessa verður í Kirkjuselinu klukkan 13:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!