Heimsdagur barna á Vetrarhátíð 3.febrúar kl 13-16

Á Heimsdegi barna gefst börnum og fjölskyldum tækifæri að taka þátt í fjölbreyttum smiðjum og ævintýrum í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í Árbænum, Gerðubergi, Grófinni, Kringlunni, Sólheimum og Spönginni.

Í ár hafa myrkvaverur tekið yfir söfnin; draugar, nornir, beinagrindur, skrímsli og uppvakningar. Þorir þú að kíkja í heimsókn? Boðið verður upp á búningasmiðjur, föndursmiðjur, slímgerð, getraunir og æsispennandi Háskaleika!

Kynntu þér hvað verður um að vera á þínu safni í dagskránni hér fyrir neðan:

Spöngin:
– Uppvakningar herja á Grafarvoginn! Hvernig er hægt að stoppa þá? Hvað er til ráða?

– Gakktu til liðs við her Uppvakninga og búðu til þinn eigin uppvakningabúning í Spönginni.

– Fáðu einnig ógnvekjandi andlitsförðun og enginn mun þora að mæta þér í myrkrinu!

– Seiðkarlar og nornir frá Sirkus Íslands koma í heimsókn og kenna alls kyns kúnstir og galdrabrögð.

Athugið breyttan opnunartíma en opið verður í öllum söfnum frá 13:00-16:00.

Kíktu á vef Vetrarhátíðar, www.vetrarhatid.is

Gerðuberg:
– Hvað gera berrössuðu beinagrindurnar þegar myrkva tekur?
Búðu til þína eigin beinagrind og dansaðu með henni í drungalegu skuggaleikhúsi.

– Leynast draugar meðal okkar? Móri, Kasper, Djákninn á Myrká eða Næstum-hauslausi Nick?
Í draugasmiðjunni bregðum við okkur í draugabúninga, bregðum á leik og bregðum hinum fullorðnu.

– Viltu koma og máta grímur og búninga jarðarfólksins?
Jarðarfólkið eru verndarar jarðarinnar og gæta hennar eftir fremsta megni. Settu þig í spor þeirra og fáðu mynd af þér í ævintýralegu gervi.

– Hlæjandi nornir, svífandi draugar og skoppandi galdrakarlar koma í heimsókn frá Sirkus Íslands og sýna listir sínar fyrir gesti og gangandi.

– Hvað viltu verða? Norn, vampíra, varúlfur eða kónguló?
Þú getur fengið andlitsmálningu sem fær alla til þess að óttast þig!

– Hægt verður að taka þátt í ógnarlegri getraun á bókasafninu.
Getur þú fundið faldar ævintýraverur í bókahillunum?

– Ert þú næsti Mozart? Beyoncé? Björk?
Búðu til þitt eigið tónverk með ógnvekjandi hljóðum sem fá hárin til að rísa!

Kringlan:
– Hver kemur frá Transylvaníu, sefur í líkkistu og finnst gott að drekka blóð?

– Kíktu í Drakúlasmiðjuna og búðu til þína eigin skikkju og blóðþyrstar tennur.

– Þorir þú að kasta tengingunum sem stýra örlögum þínum?
Komdu þá í Spiladýflissuna og spilaðu hlutverkaspil að hætti Seiðkarlsins.

– Hægt verður að taka þátt í ógnarlegri getraun á bókasafninu.
Getur þú fundið faldar ævintýraverur í bókahillunum?

Sólheimar:
– Í Sólheimum hafa undarleg skrímsli sest að! Þau eru vinaleg en geta breytt um ham á svipstundu!
Komdu og teiknaðu þessi skrýtnu skrímsli og prófaðu að blanda þitt eigið skrímslahor!

Árbær:
– Óhugnaðurinn mun svífa yfir vötnum í Árbæ en þar verður hægt að búa til sitt eigið draugaslím sem lýsir í myrkri!
Hver getur búið til hræðilegasta slímið?

– Einnig verður hægt að smakka kóngulóarsnarl og drekka galdraseyði.

Grófin:
– Í myrkrinu leynast margar kynjaverur og vættir sem vakna til lífsins. Þær fundið sér íverustað í Grófarhúsi og fara á kreik þegar dimma tekur og leynast í skúmaskotum á öllum hæðum. Kjarkmiklum krökkum er boðið að koma og taka þátt í háskaleikunum og fara um húsið og takast á við voðalegar áskoranir!

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
Netfang: gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6182 / 661 6178
Ókeypis aðgangur

Ath. Í tilefni Heimsdagsins verður einnig opið í Borgarbókasafninu Árbæ þennan laugardag.

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá Vetrarhátíðar á www.vetrarhatid.is

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.