Haustið er farið að minna á sig en í nótt sem leið hvítnaði aðeins í efstu hlíðum Esjunnar og ennfremur lítillega í Bláfjöllin. Laufin eru líka tekin að falla af trjánum. Þetta er skýrt merki um að sumarið er að kveðja. Sumir kveðja það sjálfsagt með söknuði. Margir telja hins vegar að fegurð náttúrunnar sé aldrei meiri en einmitt á haustin þegar nýir litir birtast í gróðrinum. Hver árstíð hefur sinn sjarma.
Frost er til fjalla en hitinn í morgunsárið í Reykjavík var í kringum 4 stig en líklega má telja að kaldara hefur verið í efri byggðum í borginni. Spá er vætu eftir helgina svo hvítu topparnir í Esjunni staldra stutt við.
Haustjafndægur var 22. september og á þeirri stundu er sólin beint yfir miðbaug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörð. Eftir haustdægur tekur svo nóttina að lengja og daginn að stytta. Þessi dagsetning markar upphaf hausts á norðurhveli jarðar.