Sunnudaginn 8. maí er uppskeruhátíð barnastarfsins í Grafarvogskirkju kl. 11. Umsjón hafa sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Benjamín Pálsson og undirleikari er Stefán Birkisson.
Jói og Sóley frá Sirkus Íslands koma og skemmta.
Sænski Nacka unglingakórinn syngur einnig í messunni.
Hoppukastali, grillaðar pylsur og gos.
Viltu hafa áhrif í kirkjunni þinni?
Nú þarf að kjósa fólk í nokkur sæti í sóknarnefnd safnaðarins og í kjörnefnd sem sér um að kjósa nýja presta safnaðarins. Í kjörnefndina þarf 29 aðalmenn og 11 varamenn. Sóknarbörn í Grafarvogssókn sem eru 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt og kjörgengi. Ef þú hefur áhuga væri gott að hafa samband við formann sóknarnefndar, Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur í netfangið annasigurvins@gmail.com og láta hana vita.
Hér er hægt að lesa starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.
Að öðru leyta verða aðalfundarstörfin hefðbundin.